Keflavik profile picture

Keflavik

keflavik

About Me

Fyrstur til að setjast hér að með fasta búsetu var Holger Jakobæus. Stórmerkilegur frumkvöðull að mörgu leyti.Giftur og eignaðist 20 börn. Rak stórverslun um 20 ára skeið í Keflavík. Hann kynnti Keflavíkingum ýmis ný verklög með hjálp góðra manna. T.d. netaveiði, saltfiskverkun og ýmsar jarðarbætur og fékk hann meðal annars verðlaun fyrir það. Árið 1767 kom Winvich nokkur frá Danaveldi og átti hann að kenna Keflvíkingum að verka saltfisk. Voru Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn fyrstir að flytja út saltfisk og stóðu þeir nánast einir að þessu í 80 ár eða þar til að um 1850 á Vestfjörðum, 1870 á Austfjörðum og um 1880 á Norðurlandi. Netaveiðar voru líka nýung frá dönum og ætluðu molbúarnir á Íslandi ekki að vilja samþykkja þessa ógurlegu rányrkju sem þeim þótti þetta vera. Reyndar urðu aflabrestir á sumum stöðum í kjölfar netaveiða og var samþykkt að setja takmörk á veiðar á nokkrum stöðum í kjölfarið, einnig var veðurfari kennt um. Fjöldi báta var gerður út á netaveiðar á Suðurnesjum um 100-150 bátar á síðasta tugi 18.aldar.Liðlega helmingur voru svokölluð inntökuskip þ.e. bátar bænda og embættismanna úr öðrum héruðum sem fengu að setja báta sína upp gegn gjaldi til ábúenda. Gífurlegur fjöldi kom á vertíð hingað á Suðurnesin einkum eftir 1792 er fiskverð tók að hækka. Á 18. öld voru flestir bændur einnig með útgerð á sínum snærum. Björn Blöndal sýslumaður Húnvetninga segir frá því að veturinn 1820-1821 hafi 200 mönnum verið gefið svo gert vegabréf til sjóróðra, af þeim fór aðeins einn til Snæfellsnes og annar til Reykjavíkur en aðrir á suðurnesin. Þéttist byggð verulega á suðurnesjum í kring um 1860-1918. Þilfarsskip verða algengari og afli eykst. Kjör manna verða betri, húsakynni batna og meðalaldur eykst. Útgerðarfyrirtækin spruttu upp og allt snérist um fiskinn. Síldveiðar hefjast, síldarverksmiðja sett á laggirnar í Keflavík. Miklar breytingar á samgöngum í byrjun 20. aldarinnar. Reykjanesbrautin fullgerð 1912. Póstsendingar verða reglulegar einnig kemur útvarpið 1930 og allt þetta þjappar okkur saman í eina heild. Verkalýðsfélög spruttu upp og hefur útvarpið eflaust haft þar mikil áhrif. Vatnsveita var lögð í hús í Keflavík og nágrenni 1929 Seinni heimstyrjöldin átti eftir að gera heilmikla breytingu fyrir okkur. Með komu hersins jókst mikil þörf á vinnuafli og elfdi það mikið allan iðnað . Árið 1930 voru 838 íbúar skráðir í Keflavík, árið 1940 var talan komin í 1350 en árið 1960 var talan komin í 4700 manns. Gífurlegar breytingar og mikil vinna. Húsnæði var af skornum skammti en fjölskyldur þjöppuðu sér saman og leigðu öll herbergi sem þau gátu ,best var að leigja bandarikjamönnum. Þeir borguðu í dollurum.Gjaldeyrir var skammtaður á þessum tímum vegna skorts Fyrsti togarinn kom til Keflavíkur 1944. Lífið á Suðurnesjum næstu 30 árin hélt áfram að blómstra án teljandi breytinga. Árið 1976 var landhelgin færð í 200 sjómílur. Sú breyting og þær takmarakanir sem settar voru á leyfinlegan heildarafla hafði miklar afleiðingar í för með sér. Mikil óánægja ríkti meðal sjómanna og landkrabba með þetta, sem alla tíð höfðu getað veitt ómælt magn af fiski.Kvótakerfir sem sett var á laggirnar 1990 og þróun í fiskvinnslu og útfluttningi á ferskum fiski svo og ýmis tækni út á sjó hafa breytt miklu í sjávarþorpunum.Fólk í fiskvinnslu varð að finna sér annað að gera. Mikil vakning í ýmis konar menningu hefu rutt sér til rúms hér hin síðustu ár. Hitaveita Suðurnesja var stofnuð í des 1974. Heita vatnið hefur gert lífið hér að betri íverustað með sinni ómenguðu orku. 1984 var hafist handa við gerð stórskipahafnar í Helguvík og er orðin okkar nýjasta stóriðju og iðnaðarsvæði.Þar eru ýmis fyrirtæki eins og loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, malbikunarstöð,steypustöð,ný sorpeyðingarstöð og í bígerð er málmpípuverksmiðja sem á að skapa um 200 störf.

I made my myspace layout using Pimp-My-Profile.com

My Interests

Music:

Hljómar, Trúbrot og Hjálmar.

Movies:

Bítlabærinn Keflavík eftir Þorgeir Guðmunsson.

Television:

Splash Tv - Netsjónvarp

Books:

Saga Keflavíkur 1766 -1890 Saga Keflavíkur 1890 -1920 Saga Keflavíkur 1920 -1949 Árbækur Suðurnesja frá 1983 Sagnir af Suðurnesjum og sitthvað fleira sögulegt Frá Suðurnesjum - frásagnir frá liðinni tíð Í bak og fyrir - frásagnir af Suðurnesjum

Heroes:

Rúnar Júlíusson og Jón Kr. Gíslason.

My Blog

Vinabæjir

Brighton - EnglandiHjörring - DanmörkuKerava - FinnlandiKristiansand - NoregiMidvags kommune - FæreyjumOrlando - FloridaTrollhättan - Svíþjóð...
Posted by Keflavik on Sun, 28 May 2006 01:00:00 PST

Aðeins um nafnið Keflavík

Um örnefnið Keflavík Þegar orðið kefli kemur fyrir í örnefnum eins og Keflavík er kefli vanalega talið merkja rekaviðardrumbur. Keflavík myndi þá standa fyrir ,,víkin þar sem er mikið af rekakeflum. ...
Posted by Keflavik on Sat, 27 May 2006 12:19:00 PST