Party Zone profile picture

Party Zone

Dansþáttur þjóðarinnar frá upphafi

About Me

Saga Party Zone
Útvarpsþátturinn Party Zone hóf göngu sína á framhaldsskólastöðinni Útrás haustið 1990. Þá má segja að danstónlist hafi verið óþekkt á Íslandi og þessi þáttur því eini útvarpsþátturinn á sínu sviði. Á þessum tíma var að koma upp ný tónlist með nýrri kynslóð fólks. Um var að ræða nýja tónlist, nýja tísku og ný viðmið. Um var að ræða árdaga danstónlistarinnar og plötusnúðamenningarinnar eins og hún þekkist í dag. Party Zone hefur alltaf verið miðstöð danssenunnar þar sem plötusnúðar senunnar koma fram fyrir alþjóð í útvarpi og spila það heitasta úr heimi alvöru danstónlistar. Einnig hefur þátturinn haldið á lofti merki þeirra skemmtistaða sem hafa verið að gera góða hluti. Þátturinn á nú að baki næstum ellefu ár ár í þessu hlutverki og á að baki mörg hundruð þætti, 4 geisladiska og ótal ógleymanleg uppákomur á skemmtistöðum borgarinnar. Þátturinn, sem var lengst af á X-inu (1993-1998) færði sig um set 1999 og er nú á dagskrá Rásar 2, rásar allra landsmanna. Á þessum 10 árum hefur sérstaða þáttarins breyst því að í dag eru plötusnúðar þáttarins, nýjir sem gamlir, að spila á skemmtistöðum og kaffihúsum ásamt því að flestar útvarpsstöðvar sinna þessari tónlist að einhverju marki. Hlustendur þáttarins hafa samt sem áður ekki gleymt frumkvöðlinum þar sem hann er enn þann dag í dag besti valkostur þeirra sem eru að fylgjast með danstónlist og uppákomum henni tengdri.
Party Zone í dag.
Útvarpsþáttur sem tekur púlsinn á danslífi landsmanna. Heitustu straumar danstónlistarinnar flutt af bestu plötusnúðum þjóðarinnar. Þarna heyrir fólk allt sem skiptir máli varðandi tónlistina, skemmtanalífið, uppákomur og plötusnúða. Þátturinn hefur verið í loftinu allan þennan áratug á einkareknu útvarpsstöðvunum og er frumkvöðull á mörgum sviðum; fyrsti og eini danstónlistarþátturinn lengi vel, fyrstur á internetið 1995-1996, útgefandi fjögurra geislaplatna--fyrstu og einu "mix diska" hérlendis, hefur staðið á bak við margar stórar uppákomur í danslífi Reykjavíkur. Með komu sinni á RÚV2 er hann orðinn "Dansþáttur Þjóðarinnar". Þar mun hann halda áfram að bjóða færustu plötusnúðum heims að koma fram fyrir alþjóð ásamt því að kynna það helsta úr danssenunni.
Umsjónarmenn þáttarins frá upphafi þeir Helgi Már og Kristján Helgi kynna fyrir hlustendum nýjustu strauma danstónlistarinnar, t.d. frumflytja þeir alltaf lög og breiðskífur sem verið er að gefa út hverju sinni. Þar sem þátturinn hefur verið einn framsæknasti útvarpsþáttur landsins síðustu ár þá hafa þeir yfir að ráða annálum danstónlistarinnar frá 1990 (og jafnvel lengra aftur) og eiga því í mikinn laga banka að sækja sem gerir þættinum kleift að búa yfir ófáum klassíkerum úr fortíðinni. Í þættinum eru því einnig spiluð gömul lög í bland við þau nýju. Það gerir þáttinn ávallt drekkhlaðinn af tónlist sem enginn annar er að spila á öldum ljósvakans. En þann dag í dag eru það plötusnúðarnir sem halda þættinum uppi en einnig má nefna dagskrárliði eins og múmíu kvöldsins, PZ listann fyrir hvern mánuð og skyldukaup vikunnar ásamt fleiru. Party Zone hyggst halda áfram að standa fyrir uppákomum á skemmtistöðum borgarinnar en PZ kvöldin eiga það sameiginlegt að bjóða alltaf upp á heimsklassa listamenn og fullt hús með trylltri stemningu.
English: Party Zone is the leading dance radio show in Iceland and has been on air every saturday evening since 1990. We are on air every Saturday night on Channel 2 National Radio (www.ruv.is). We also have our website www.pz.is were you can get info and our show on MP3. Our podcast is http://oli.is/podcast.partyzone.php. Stay tuned and fully alert for our parties in Reykavik. Hastala Pasta.

My Interests

Music:

Member Since: 3/14/2006
Band Website: pz.is
Band Members: Helgi Már Bjarnason, Kristján Helgi Stefánsson and all the best DJ's of Iceland
Influences:



Sounds Like:


THIS ... www.PZ.is / -
Type of Label: None

My Blog

Party Zone á Airwaves

Party Zone er í samstarfi við Iceland Airwaves í ár eins og í fyrra og verður föstudagskvöldið á Barnum undir okkar nafni. Þar munu koma fram góð blanda af hljómsveitum og plötusnúðum á tveimur hæðum...
Posted by Party Zone on Thu, 18 Oct 2007 01:24:00 PST

Lagalistinn 11. ágúst

PZ: Fujiya & Miyagi - Ankle Injuries Ana - Shift (Force of Nature Instrumental remix) Topplag PZ listans í júlí Hiem - Clubscene Popscene (A Just Us Discopop version) The Black Ghosts - It's Y...
Posted by Party Zone on Sun, 12 Aug 2007 06:07:00 PST

Lagalistinn 28. apríl

Doctor Rockit   -  Café De Flore Parov Stelar: A Night in Torino Tommi White ft Seth Sharp: Every Sunday Lindström & Prins Thomas:  Mighty Girl Outlines:  Listen to ...
Posted by Party Zone on Thu, 03 May 2007 02:14:00 PST

Lagalistinn 21. apríl og apríl listinn, top 20

Þau lög sem að við spiluðum fyrir utan listann sjálfann: Faze Action - In the Trees (Jerome Sydenham & Tiger Stripes Club mix) Justus Köhncke - Advance (Prins Thomas Diskotek mix) Andreas Kleer...
Posted by Party Zone on Thu, 03 May 2007 02:12:00 PST

Lagalistinn 14. apríl

PZ: Trentemöller & DJ Tom - An Evening With Bobi Bros Silicone Soul - Bad Machines Ormatie - Glossow Familjen - Kom säger dom Justice - D.A.N.C.E. Jónfri og Rikki: Justin Martin - Wate...
Posted by Party Zone on Thu, 03 May 2007 02:10:00 PST

Lagalistinn 7. apríl

PZ: Röyksopp - Alpha Male Alex Gopher - Out of the Inside Justice - D.A.N.C.E. Junior Boys - In the Morning (Hot Chip remix) Karin Ström vs Lo-Fi-Fnk - Psykos (LFF Holiday Club mix) Cesaria...
Posted by Party Zone on Thu, 03 May 2007 02:09:00 PST

Lagalistinn 24. mars og Party Zone listinn í mars

Lagalistinn fyrir utan listann sjálfan Findlay Brown - Losing the Will to Survive (Beyond the Wizard's Sleeve remix) The Sounds - Tony the Beat (Rex the Dog mix) The Rah Band - Electric Fling Data...
Posted by Party Zone on Wed, 28 Mar 2007 08:07:00 PST

Lagalistinn 17. mars

PZ: Husky Rescue - Blueberry Tree pt. II Evanz D - Ilha Do Fogo Peter, Björn & John - Let's Call it Off (JD Twitch's Optimo mix) Orang Asli - Malasya LCD Soundsystem - North American Scu...
Posted by Party Zone on Mon, 19 Mar 2007 01:55:00 PST

Lagalistinn 10. mars

PZ: Air - Once Upon a Time Alex Gopher - Out of the Inside Force of Nature - Sequencer Jazzanova - Theme From Belle et Fou Toby Tobias - Dave's Sex Bits (Quiet Village remix) Spect...
Posted by Party Zone on Mon, 19 Mar 2007 01:52:00 PST

Lagalistinn 3. mars

PZ: Seiji - Feels Like (Sunshine Coolers Studio 54 remix) LCD Soundsystem - Somoene Great Karin Ström - Mänsklig  Kahuun ft. Myrna Braza - Bontelabo Mudd - 54B (Rune Lindbæk mix) Gus...
Posted by Party Zone on Sun, 04 Mar 2007 04:31:00 PST