Arngrímur Vídalín profile picture

Arngrímur Vídalín

arngrimurv

About Me

Arngrímur Vídalín Stefánsson, fæddur í Reykjavík 1984. Ég er skáld og rithöfundur með tvö útgefin verk og fleiri í burðarliðnum.
Suttungamiði skilað hét fyrsta bók mín, gefin út af Málfundafjelagi vinstrisinnaðra ungskálda 2005, sem ég stofnaði ásamt nokkrum samnemendum í MS. Bókin er samansafn af misgáfulegum ljóðum frá ákveðnu tímabili, sem ég tjaslaði saman í handrit og prentaði heima hjá mér. Fyrsta prentun, nákvæmlega 33 eintök af ásettu ráði, seldist upp á nokkrum dögum. Ég lét tilleiðast að ráðast í aðra prentun og gerði nákvæmlega 65 eintök eða þarumbil. Færri fengu en vildu. Af ásettu ráði verður bókin aldrei prentuð aftur.
Endurómun upphafsins er mín önnur bók, gefin út af Nykri í nóvember 2006. Bókin fjallar um eins konar Limbo mannfélagsins ef vera vildi, að verða innlyksa í sjálfsköpuðum sýndarheimi og vera of kreddufastur til að vilja sleppa þaðan, og raunar fjallar hún um margt fleira í leiðinni. Bókin er fáanleg í helstu bókabúðum höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri. Nánari upplýsingar get ég veitt á arngrimurv[at]simnet.is.
I edited my profile with Thomas' Myspace Editor V4.4

My Interests

Bókmenntir, tungumál, heimspeki og listir.

I'd like to meet:

Er ekki netið einmitt til þess maður þurfi ekki að hitta fólk?

Music:

Radiohead, Tom Waits, SigurRós

Movies:

Brazil, Casablanca

My Blog

Ritdómur Þórdísar Gísladóttur um Endurómun upphafsins

í draumum liggur fallið" Arngrím Vídalín Stefánsson, sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Endurómun upphafsins, held ég að óhætt sé að kalla ungskáld með góðri ...
Posted by Arngrímur Vídalín on Mon, 04 Dec 2006 06:52:00 PST

Harpa Jónsdóttir um Endurómun upphafsins

Harpa Jónsdóttir rithöfundur tjáir sig um Endurómun upphafsins á bloggsíðu sinni:Bókin sem ég keypti heitir Endurómun upphafsins eftir yngissveininn Arngrím Vídalín Stefánsson [...] Það væri líka fre...
Posted by Arngrímur Vídalín on Sat, 02 Dec 2006 03:06:00 PST

Davíð Stefánsson um Endurómun upphafsins

Það eru ó! í þessari bók. Og þau eru ekki sett fram í hæðni hrútspungsins eða annarra súrsaðra kynfæra heldur í fúlustu alvöru; þau eru mælt fram vegna þess að ó! er vel fram mælanlegt og gjaldgengt ...
Posted by Arngrímur Vídalín on Sat, 02 Dec 2006 03:03:00 PST

Áríðandi tilkynning!

Bókabúðir Pennans Eymundssonar, Máls og menningar, verðlögðu Endurómun upphafsins á kr. 2.990. Rétt verð á bókinni eru kr. 1.990 og hefur það nú verið leiðrétt.Ennfremur hef ég komið því til leiðar að...
Posted by Arngrímur Vídalín on Fri, 24 Nov 2006 08:54:00 PST

Endurómun upphafsins er komin!

..Laust fyrir miðnætti varð piltinum ljóst hvað það var sem hann heyrði, óð tunglsins. Hann þusti út til að faðma að sér ljósdropana sem seytluðu niður úr himnunum en greip í tómt og allt missti marks...
Posted by Arngrímur Vídalín on Sun, 19 Nov 2006 02:26:00 PST