Nykur profile picture

Nykur

I am here for Dating, Serious Relationships, Friends and Networking

About Me

Útgáfu- og skáldahópurinn Nykur var stofnaður árið 1995 af Björgvin Ívari og Andra Snæ Magnasyni. Tilgangur félagsins var að gefa út fyrstu bækur þeirra, og fljótlega bættust fleiri skáld og rithöfundar í hópinn, til dæmis þeir Davíð Stefánsson, Steinar Bragi, Bergsveinn Birgisson, Sigtryggur Magnason og Ófeigur Sigurðsson. Bækur komu út með reglulegu millibili þar til árið 2003.
Á vordögum 2006 fóru nokkur ungskáld á fund eldri Nykursmanna og var félagið formlega endurreist þá um sumarið með stórglæsilegu upprisukvöldi á Café Rósenberg. Síðan þá hefur stöðugt líf verið í kringum Nykurinn, fjöldi upplestrakvölda og þrjár nýjar bækur komnar í dreifingu.
Árið 2007 verður að sama skapi líflegt og það stefnir í að útgefnir titlar undir merkjum Nykurs verði að minnsta kosti sjö talsins. Og árið er rétt að byrja...
Hafðu samband á nykurforlag [hjá] gmail.com ef þú hefur áhuga á starfsemi Nykurs. Við erum alltaf til í að kíkja á ný ljóðabókahandrit og aðstoðum skáld með gagnrýnum yfirlestri, prófarkalestri, fréttatilkynningu og fleiru.
Nykur eins og hann er í dag skipa eftirtalin í stafrófsröð: Andri Örn Erlingsson, Arngrímur Vídalín, Árni Magnússon, Björn Axel Jónsson, Emil Hjörvar Petersen, Davíð A. Stefánsson, Guðmundur Óskarsson, Halla Gunnarsdóttir, Halldór Marteinsson, Hallgrímur Sveinn Sævarsson, Hallur Þór Halldórsson, Helgi Hrafn Guðmundsson, Kjartan Hallur Grétarsson, Kári Páll Óskarsson, Magnús Sigurðsson, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Sverrir Norland og Toshiki Toma.

Myspace Layouts - Myspace Editor

My Blog

Um Vaxandi nánd  orðhviður eftir Guðmund Óskarsson

Einhvern tímann dugði að segja sögur. Sá tími leið undir lok, sumpart að minnsta kosti, og við sigum inn í öld brellna og metaskáldskapar, öld sjálfhverfunnar og hins óræða og uppsprungna forms. Um þa...
Posted by on Thu, 13 Dec 2007 14:30:00 GMT

Um Fimmtu árstíðina eftir Toshiki Toma

Þögul vaknar sólin til lífsog vatnsþráður seytlar úr frosnum lækLjóð á íslensku eftir japanskan mann? Þýðingar? Nei, hér er frumort á íslensku. Og það á vandaðan og einlægan hátt. Leiðin liggur um Ísl...
Posted by on Thu, 13 Dec 2007 14:28:00 GMT

Þórðarvaka Nykurs

Þórðarvaka Nykurs   Skáldafélagið Nykur stendur fyrir ljóðakvöldi til heiðurs Þórði Helgasyni, dósent og ljóðskáldi, en hann varð sextugur þann 5. nóvember. Þórðarvaka fer fram miðvikudagskvöldi...
Posted by on Mon, 12 Nov 2007 04:00:00 GMT

Um Fjallvegi í Reykjavík (hrip eftir Davíð Stefánsson)

Staðsetning er allt sem við þurfum." Segja þeir. Og hrista hausinn yfir þessari fíngerðu bók með gnæfandi Keili á forsíðunni. Staðsetning, leiðsögumaður, GPS-punktar og vel skilgreindur áfangastaður...
Posted by on Thu, 16 Aug 2007 04:09:00 GMT

Fjallvegir í Reykjavík - nýjasta Nykurafurðin

Út er komin hjá Nykri ljóðabókin Fjallvegir í Reykjavík eftir Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur. Fjallvegir í Reykjavík er safn prósaljóða sem lýsa strætum borgarinnar þar sem fjöllin hreyfa við ólíkum ...
Posted by on Thu, 16 Aug 2007 04:06:00 GMT

Hér verðum við á Menningarnótt

...
Posted by on Wed, 15 Aug 2007 06:36:00 GMT

Gárungagap eftir Emil fékk góða dóma í Morgunblaðinu

"Hér er vel ort. Það er því óhætt að vænta nokkurs af Emil í framtíðinni." - Skapti Þ. Halldórsson Þannig endar sá jákvæði dómur sem Emil fékk um Gárungagap. Til þess að gefa innsýn í þessi ummæli, bi...
Posted by on Thu, 26 Jul 2007 04:43:00 GMT

Sigurlín Bjarney hjá Þorsteini Joð!

Sigurlín Bjarney Gísladóttir fjallar um bók sína, Fjallvegi í Reykjavík, á vefsíðu Þorsteins Joð. Myndbandið má sjá ef smellt er á þennan tengil hér. Fjallvegir í Reykjavík er nýjasta b...
Posted by on Mon, 16 Jul 2007 17:56:00 GMT

Um Oubliette eftir Kára Pál Óskarsson

Það sem blasir við er svarthvít ljósmynd af gráum, steinsteyptum vegg, steyptri stétt. Gráu er bætt ofan á grátt ofan á grátt ofan á grátt, augun eru pírð og ljósfælin í ofanálag og útkoman er þykk, s...
Posted by on Fri, 16 Feb 2007 15:17:00 GMT

Um Gárungagap eftir Emil Hjörvar Petersen

Um Gárungagap eftir Emil Hjörvar Petersen Jörðin erbrotinn áttaviti sem haldið er uppiaf löngu gleymdumhandverksmönnum[...] Úr ljóðinu Norð-aust-suð- vestur, í ranga átt (bls. 45) Það er ekkert nýtt a...
Posted by on Wed, 14 Feb 2007 05:04:00 GMT