Brimklo profile picture

Brimklo

I am here for Friends and Networking

About Me

The Brimklo Band was established in 1972 and has been recording and performing ever since. Brimklo has released 6 LP records to date. All of them reveived reve reviews and many of the bands songs have grown to be classics in Icelandic pop historyHere is the review of the bands last album " Smasogur" from published in Morgunbladid The review is in Icelandic.Monday, November 15, 2004brimklosmasogurTÓNLIST - Íslenskar plöturÍ góðum gír Brimkló - SmásögurBrimkló er hér þeir Björgvin Halldórsson (söngur, gítar, munnharpa), Arnar Sigurbjörnsson (gítar, söngur), Ragnar Sigurjónsson (trommur), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Magnús Einarsson (mandólín, gítar), Þórir Baldursson (hljómborð) og Guðmundur...Brimkló er hér þeir Björgvin Halldórsson (söngur, gítar, munnharpa), Arnar Sigurbjörnsson (gítar, söngur), Ragnar Sigurjónsson (trommur), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Magnús Einarsson (mandólín, gítar), Þórir Baldursson (hljómborð) og Guðmundur Benediktsson (gítar, söngur). Einnig koma við sögu Matthías Stefánsson (fiðla), B.J. Cole (stál- og kjöltugítar), Kristinn Sigmarsson (stálgítar), Magnús Kjartansson (píanó), Guðmundur Pétursson (fetilgítar), Sigfús Óttarsson (trommur) og Einar Scheving (trommur). Upptökumaður var Hafþór Karlsson. Hafþór og Gunnar Smári Helgason hljóðblönduðu. Björgvin Halldórsson stýrði upptökum.ÉG upplifði Brimkló ekki á sínum tíma en var kennt að hún væri táknmynd alls þess sem væri slæmt í tónlist. Brimkló var miskunnarlaust stillt upp gagnvart "framsækinni og skapandi" tónlist og fundið flest allt til foráttu. Kántríið, sem Brimkló hefur daðrað við frá fyrstu tíð, hefur nefnilega lengi vel verið talin hin sanna tónlist djöfulsins. Fyrir fimmtán árum eða svo fóru jaðarrokkarar hins vegar að taka það traustatökum (Jayhawks, Wilco og fleiri) og hefur það breytt hugmyndum marga um kántríið í heild sinni, ekki síst þeirra sem telja sig vera "pælara". Nú er hið svonefnda "alt.country" kirfilega í góðu bókinni hjá djúpþenkjandi tónlistaráhugamönnum. Meðfram þessu hefur almennur áhugi á kántrí vaxið og Brimkló því allt í einu á réttum stað og á réttum tíma. Björgvin og félagar standa hér einfaldlega með pálmann í höndunum.Sá hlær best sem síðast hlær.En hvernig er platan svo? Hún er einfaldlega skotheld. Poppað kántrí með einstökum, frónverskum blæ, framreitt á óaðfinnanlegan hátt og platan flæðir þægilega áreynslulaust áfram, næstum fullkomlega. Spilamennska og hljómur ljúfur, nákvæmlega eins og hann á að vera þegar ráðist er í þessa tegund tónlistar. Björgvin, þessi magnaði "karakter", heldur þessu svo öllu saman með innblásnum söng og auðheyranlegt að hann er með hjartað í þessu.Kántríið er hér yfir um og allt í kring, enginn "ódýr" slagari innan um eins og Brimkló hafa gerst sekir um áður fyrr. Átta af tólf lögum eru tökulög og eru þau smekklega valin, smíðar eftir John Prine, Merle Haggard og Townes Van Zandt. Björgvin og félagar voru vel með á nótunum á sínum tíma hvað kántríhræringar varðaði, tóku t.d. lag eftir Gram Parsons, föður kántrírokksins ("In my hour of darkness"/"Í mínu rökkurhjarta") á þeim tíma þegar enginn vissi hver maðurinn var.Íslensku textarnir hér eru þá margir hverjir sniðugir, eru í þessum dramatíska smásagnastíl sem tíðkast innan hins hefðbundna kántrís. Sér í lagi eru textarnir "Þrír litlir krossar" og "Presturinn og fanginn" vel heppnaðir.Þessi plata hreyfir við ansi mörgum og það er merkilegt til þess að hugsa að Bo og Bubbi, sem eitt sinn var stillt upp sem hinum fullkomnu tónlistarlegu andstæðum, eru farnir að kallast á yfir limgerðið, eru báðir að vinna með amerísku hefðina hvor á sinn hátt.Setningin "þeir hafa aldrei verið betri" á sjaldan við, er iðulega notuð til að lýsa upplognum mikilfengleik útbrunninnar sveitar. En hér hljómar hún kórrétt. Þessi plata ber aukinheldur með sér "skáldlegt réttlæti". Brimkló hlýtur hér uppreisn æru og sagnfræðileg endurskoðun er í raun nauðsynleg.Eða eins og segir í "Dansinum": "...Brimkló upp'á sviði er í góðum gír, svo gefðu séns, einn tveir og þrír".http://smasogur.blogspot.com/Arnar Eggert Thoroddsen. MBL