Félagið Ísland-Palestína profile picture

Félagið Ísland-Palestína

About Me

Félagið Ísland-Palestína
Markmið félagsins eru:
*Að stuðla að jákvæðum viðhorfum meðal Íslendinga til ísraelsku og palestínsku þjóðanna og vinna gegn aðskilnaðarstefnu og hver kyns mismunun á grundvelli uppruna, ætternis eða trúarbragða.
*Að kynna baráttu Palestínumanna gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínskra flóttamanna til að hverfa aftur til síns heimalands.
*Að beita sér fyrir því, að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraela og Palestínumanna á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.
*Að vinna að því að ríkisstjórn Íslands veiti PLO, Frelsissamtökum Palestínumanna, fulla stjórnmálalega viðurkenningu sem réttmætum fulltrúa palestínsku þjóðarinnar og styðji í verki rétt Palestínumanna til að stofna lífvænlegt, sjálfstætt og fullvalda ríki.

Villtu vita meira um Palestínu
Palestina.is - Vefsíða Félagsins Ísland-Palestína
Frjáls Palestína - Safndiskur fyrir Palestínu!
Stop the Wall - Grasrótarátak gegn Aðskilnaðarmúrnum
Across Borders - Rúmlega 4 milljónir Palestínumanna eru flóttamenn
This.is/Jenin - Flott síða um Jenin
Palestine Monitor - Vefgátt fyrir óháð félagasamtök í Palestínu
Miftah - Palestínsk mannréttindarsamtök
Palestine Remembered - Um sögu Palestínu og rætur átakana þar

My Blog

Íslendingur bloggar frá Palestínu - Handtekinn við Nablus

Egill Bjarnarson, 18 ára selfyssingur sem dvalið hefur í Palestínu frá því í september, var handtekinn við Huwwara vegatálman við Nablus í síðustu viku. Hann var færður til yfirherslu á landránsbyggð ...
Posted by on Fri, 22 Dec 2006 04:51:00 GMT

Sala til styrktar konum í Palestínu á Þorláksmessu

Síðustu tvö ár hefur Félagið Ísland-Palestína staðið fyrir sölu á varningi til styrktar Palestínu á Þorláksmessu. Engin breyting verður á því í ár og stefnt er því að hafa söluborðið á sama stað og í ...
Posted by on Fri, 15 Dec 2006 04:50:00 GMT

Húsfyllir á Hótel Borg - Vel heppnuð heimsókn Ziad Amro

Ziad Amro, félagsráðgjafi og frumkvöðull í réttindabaráttu fatlaðra í Palestínu, kom í vel heppnaða heimsókn hingað til lands í lok nóvember í boði boði Félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og...
Posted by on Sun, 10 Dec 2006 04:49:00 GMT

Fjölmenni mótmælti við komu sendiherra Ísraels

Rúmlega 100 manns mótmæltu árásum Ísraelshers á Gaza við komu sendiherra Ísraels í utanríkisráðuneytið að morgni 14. nóvember. Skilaboð mótmælana - að fjöldamorð Ísraelshers verði fordæmd, hernámi Pal...
Posted by on Wed, 22 Nov 2006 04:46:00 GMT

Samstöðu - og styrktartónleikar fyrir konur í Palestínu

Samstöðu- og styrktartónleikar fyrir konur í Palestínu-Grand rokk, fimmtudaginn 25. maí, 21.00 - 500 KRFélagið Ísland-Palestína og UNIFEM á Íslandi standa fyrir samstöðu- og styrktartónleikum fyrir ko...
Posted by on Sat, 20 May 2006 06:51:00 GMT