Lifun profile picture

Lifun

About Me

Hljómsveitin Lifun var stofnuð snemma árs 2008 af Björgvini Ívari og Haraldi Leví. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli fyrir sitt skemmtilega dægurlagapopp. Lifun hefur sent frá sér 2 lög en breiðskífa er væntanleg í lok sumars 2009.
Lagið Hörku djöfuls fanta ást eftir Björgvin Ívar með texta Bjartmars Guðlaugssonar var fyrsta lagið sem Lifun sendi frá sér og vakti það verðskuldaða athygli sumarið 2008.
Snemma árs 2009 sendi Lifun svo frá sér nýtt lag, lagið Fögur fyrirheit eftir Rúnar Júlíusson eftir að Rúnar lagði sjálfur til við sonarson sinn, Björgvin Ívar, að Lifun myndi taka upp lagið í nýrri útgáfu. Lifun hafði æft lagið í Geimsteini og Rúnar lagt blessun sína á það, Hljómsveitin lét hins vegar ekki af því að hljóðfesta lagið fyrr en í byrjun árs 2009 eftir að Rúnar hafði kvatt jarðvist svo óvænt.
2. maí minntist svo landslið tónlistarmanna Rúnars Júlíussonar með stórtónleikum í Laugardalshöllinni og tók Lifun að sjálfsögðu þátt í því og flutti hljómsveitin lagið 'Fögur fyrirheit' við mjög góðar undirtektir.

My Interests

Music:

Member Since: 18/06/2008
Band Members: Björgvin Ívar Baldursson
gítar

Haraldur Leví Gunnarsson
trommur

Helgi Rúnar Gunnarsson
gítar

Lára Rúnarsdóttir
söngur

Smári Klári Guðmundsson
bassi
Record Label: Geimsteinn / Record Records
Type of Label: Indie

My Blog

The item has been deleted


Posted by on