Gísli Marteinn profile picture

Gísli Marteinn

I am here for Friends

About Me

Komiði sæl. Ég heiti Gísli Marteinn, og er fæddur árið 1972. Ég starfa sem borgarfulltrúi. Þar áður starfaði ég við fjölmiðla, nánar tiltekið hjá RÚV. Árið 1997 starfaði ég sem fréttamaður, en gerðist síðar dagskrárgerðarmaður. Þess má til gamans geta að ég var upphafsmaður fréttaskýringaþáttarins Kastljóss, sem fór í loftið þann 3. janúar 2000. Árið 2002 fór ég að stýra spjallþættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini, og var sá þáttur vinsælasti spjallþátturinn í íslensku sjónvarpi. Ég var kosinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni 2003.Árin 1991-1992 sat ég sem forseti Nemendafélags Verzlunarskólans, er ég var við nám þar. Ég komst, ásamt liðsfélögum mínum, 3 sinnum í úrslit ræðukeppninnar Morfís og sigruðum við keppnina í tvígang. Eftir framhaldsskólanám fór ég í Háskóla Íslands til að leggja stund á meira nám. Þar var ég formaður Vöku 1994-1995, sat í stúdentaráði háskólans 1994-1996 og var í stjórn stúdentaráðs 1995-1996.Árið 2002 var ég kjörinn varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en árið 2006 var ég kjörinn borgarfulltrúi, en þá sat ég í 3. sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar.

My Interests

I'd like to meet:

Skemmtilegt fólk héðan og þaðan úr heiminum, kollega og aðdáendur.