profile picture

299457877

About Me

Nei halló, Gunnlöð heiti ég og er ég einhverra hluta vegna feimin við ófeimið fólk en ófeimin við feimið fólk, þannig er það að minnsta kosti oft á tíðum. Mér finnst mjög óþæginlegt að borða innan um annað fólk og kýs að gera það helst ekki. Ég borða samt. Mér finnst gott að hlæja og tala en mér skilst að ég eigi það oft til að vera virkilega hávær, en ég veit vel að stundum tala ég lítið sem ekki neitt. Nú, ég hef talsverðan áhuga á leikhúsi og leiklist, myndlist og tónlist, fötum og skóm, bíómyndum, fólki, ís og líklegast til einhverju fleiru. Ég er í MH og vinn á Kaffi Loka, sem mér þykir ljómandi fínt. Ég er oftast með flókið hár og er næstum alltaf hrædd við eitthvað, því ég er svo viðkvæm. Þar hafiði það. Takk og bless.

My Blog

The item has been deleted


Posted by on