Jeltsín profile picture

Jeltsín

About Me


Jeltsín var stofnuð á ágústmánuðum 2007 úr leifum af hljómsveitinni Bárujárn sem átti margan góðan monster-hittarann. Víðir, Björn, Finnur og Aron höfðu allir verið í áður í Bárujárni en sú hljómsveit tók sér góða pásu þegar Björn ákvað í ágúst 2006 að fara í heilt ár til Brasilíu að æfa ólympískar skylmingar og víðavangshlaup. Eftir að Björn kom heim helmassaður eftir ársdvöl í Brasilíu ákvaðu félagarnir í Bárujárni að reyna að endurstofna hljómsveitina en nokkrum dögum síðar fór þáverandi trommari hljómsveitarinnar ásamt eldri konu sem var þáverandi ástkona hans í hálfs árs siglingu um Miðjarðarhafið í leit að ævintýrum.Það gekk mjög erfiðlega að vera trommuleikaralausir þar sem við vorum einungir fjórir og hljómsveitarskipanin í frumstæðari kantinum. Því ákváðum við að fá Davíð til að spila á gítar. Davíð er verðbréfamiðlari á daginn en á kvöldin lifir hann leynilegu lífi sem Breiðavíkurdrengur.Eftir nokkrar vikur af andlegu einelti í garð Davíðs hófum við á fullu að semja tónlist. Nafnið Bárujárn þótti heldur óþjált enda hljómar það eins og nafn á saur-metalhljómsveit en ekki eins og nafn á hljómsveit sem spilar eðalpopp og skartar fimm kyntröllum af bestu sort. Því lögðum við höfuðið í bleyti og upp komu margar misgóðar hugmyndir en ef höfundur man þetta rétt var það Davíð Breiðavíkurbarn sem stakk upp á nafninu Pútín en þá á Víðir að hafa sagt: "En hvað með Jeltsín" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra og sagan segir að sumir hafi hreinlega brostið í grát og nafnið samþykkt á stundinni. Tveimur dögum síðar spilaði Jeltsín sitt fyrsta "gigg" í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur smám saman verið að sigra heiminn síðan. Stay tuned.... Ef þið hafið eitthvað erindi við hljómsveitarmeðlimi eða hljómsveitina í heild sinni væri við hæfi að senda okkar línu á [email protected], við yrðum líka mega ánægðir með eitt gott email frá hverjum sem er, kossar og knús :*!

My Interests

Music:

Member Since: 30/09/2007
Band Members: Aron: Saxófónar, Björn: Rafbassi og túba, Davíð: Gítar, Finnur: Píanó og söngur, Víðir: Klarínettur og hljómborð
Influences: Boris Yeltsin, Dalai Lama, Jesus, Mother Theresa, Turkmenbashi.
Sounds Like: Heaven
Record Label: unsigned
Type of Label: Indie

My Blog

Nonni og Manni

Vá sjitt crap nýja lagið komið á mæspeis!   Fjallar um sjónvarpsþættina klassísku um bræðurna Nonna og Manna sem byggðir voru á bókum eftir Jón Sveinsson sem var íslenskur jesúítaprestur búsettur...
Posted by on Mon, 14 Jan 2008 01:33:00 GMT

Kvef

Ég þoli ekki bloggfærslur sem hljóða svona: "Hæ ég er að byrja að blogga hérna vegna þess að enginn nennir lengur að hlusta á röflið í mér, ákvað bara að prófa" ég fæ ælu- og hlandbragð í munninn! Því...
Posted by on Sun, 09 Dec 2007 13:20:00 GMT