Raggi Bjarna profile picture

Raggi Bjarna

About Me

Raggi Bjarna er fæddur 22. september 1934 í lítilli risíbúð í Lækjargötu 12a í Reykjavík og var skírður Ragnar. Foreldrar hans voru bæði mikið tónlistarfólk, móðir hans var Lára Magnúsdóttir, ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins, auk þess sem hún söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans, Bjarni Böðvarsson, var þekktur harmonikuleikari og hljómsveitarstjóri. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar var landsfræg á sínum tíma og það má því segja að Ragnar hafi fengið þá vöggugjöf sem átti eftir að verða stór hluti tilveru hans, það er tónlistina. Þó sumir segi að Raggi Bjarna tilheyri fyrstu kynslóð dægurlagasöngvara er hann einn fárra sem segja má að sé tímalaus. Gæði laga hans og túlkun og stíll hafa staðist tímans tönn og ávalt skotist aftur upp á yfirborðið og komist í tísku á ný ef svo má segja. Hann er einnig einn fárra söngvara frá þessu tímabili sem hefur sungið inn á allar útgáfutegundir platna það er að segja; 78 sn., 45 sn, LP og CD plötuna, auk þess sem nokkur vinsælustu laga hans hafa komið út á öllum þessum útgáfuformum og kannski segir það okkur talsvert mikið um gæði laga hans og söngs.

Get this Layout

Myspace Layouts Myspace Generators Myspace LayoutsMyspace Layouts

My Interests

Music:

Member Since: 01/09/2007
Band Website: myspace.com/raggibjarna
Record Label: unsigned
Type of Label: Indie

My Blog

The item has been deleted


Posted by on