profile picture

234487511

About Me

Knattspyrnufélag Vesturbæjar var stofnað 17. september 2004. Stofnendur félagsins eru 11 ungir drengir úr Vesturbænum. Liðið er að mestu skipað KR-ingum og spilar félagið heimaleiki sína á gervigrasvelli KR við Frostaskjól. KV spilar í svörtum búningum frá íþróttavörumerkinu Le Coq. Það er verslunin Útivist og sport sem hefur stutt við bakið á félaginu með myndarlegum stuðningi. Hugmyndin á bak við stofnun félagsins varð til fyrir nokkrum árum síðan.
Eins og gefur að skilja spilar enginn sannur KR-ingur með öðru liði á Íslandi en KR. En við vorum ekki tilbúnir að hætta og því var ráðist í það verðuga verkefni að stofna okkar eigin knattspyrnufélag. Það var okkar eini möguleiki til þess að halda áfram að spila fótbolta. Hópurinn er í dag að mestu leyti skipaður vinum um tvítugt úr Vesturbænum. Þó höfum við fengið góðan liðstyrk annars staðar að enda er það nauðsynlegt til þess að halda út nægjanlega stórum hópi.
Á fyrsta aðalfundi félagsins sem haldið var stofndaginn, 17. september 2004, var kosinn fjögurra mann stjórn. Stjórnina í dag skipa þeir Páll Kristjásnsson formaður, Sverrir Björgvinsson varaformaður, Sveinbjörn Þorsteinsson gjaldkeri, Björn Berg Gunnarsson ritari, og Guðmundur Óskar Pálsson meðstjórnandi. Á þessum sama fundi voru kosnir þeir Örn Arnaldsson sem endurskoðandi félagsins og Sverrir Björgvinsson sem vefstjóri en hann á heiðurinn af vefsíðu félagsins.
Félagið á gríðarlega stóran hóp aðdáenda á bak við sig og er starfræktur stuðningmannaklúbbur sem fylgir liðinu hvert á lands sem er. Klúbburinn gengur undir nafninu Ölmóður og fara þeir Arnaldur Jón Gunnarsonn stud. jur og Ágúst Ingvarsson stud. jur saman með formennsku. Embætti þeirra skulu erfast í beinan karllegg.

Knattspyrnufélag Vesturbæjar er opið öllum.Það eru allir velkomnir að taka þátt í þessu skemmtilega starfi með okkur. En eins og gefur að skilja geta bara 11 spilað inn á í einu. En teljið þið ykkur hafa eitthvað fram á að færa hafið þið endilega samband við okkur. Síminn er opinn mestan hluta sólarhringsins og svo getið þið alltaf sent okkur póst hér á síðunni.
Staðreyndir um KV
Heimavöllur: KV park við Frostaskjól (Gervigrasvöllur KR) Byggingarár: 2004 Mögulegur áhorfendafjöldi: 2000 (allt stæði)
Staðsetning: Frostaskól 2, 107 Reykjavík. Vallarnúmer: 510-5300 (íþróttahús KR)
Vallarstjóri: Dr. Sigurður Schram
Áhorfendamet: KV - Grótta, sun 12. júní 2005 - 250
Stærsti sigur: KV - Ýmir, 7-1, fös. 8.apríl 2005
Stjórn KV 2006-2007
Formaður: Páll Kristjánsson ([email protected] / 849-5870
Varaformaður: Sverrir Björgvinsson ([email protected] / 868-5879
Gjaldkeri: Sveinbjörn Þorsteinsson ([email protected] / 823-5033
Ritari: Björn Berg Gunnarsson ([email protected] / 866-4546
Meðstjórnandi: Guðmundur Óskar Pálsson ([email protected] / 899-9558

My Interests

I'd like to meet:

Oddur hinn rauði, Hans Ragnar Pje, Palla pulsu o.fl.