Bjartur profile picture

Bjartur

I am here for Friends

About Me

Jæja,ég er á mínu 18 ári. Ungur maður frá litla klakanum sem flýtur um Atlandshafið. Nánar til tekið á Íslandi og enn nánar til tekið í Reykjavík, þar sem reykjandi víkingar dvelja, það er nú samt varla gaman að vera reykjandi víkingur hér því nú er bannað að reykja inná barnum. Og ef það er ekki tilgangurinn með reykingum þá veit ég ekki hvað.En meira um mig, ég á heima í fjólubláu húsi, meira að segja fjólubláasta húsinu í Vesturbænum. Ég hef átt hjarðir af dýrum í gegnum árin, þar má meðal annars nefna slöngur, ketti, fugla, froska, hunda, eðlur, píranafisk, salamöndrur, skjaldbökur og þannig mætti lengi telja. Einhverntíman reiknaði ég nú út að ég hefði átt 70 og eitthvað dýr um ævina (og þá tel ég ekki litlu fiskana með) en ég hef nú aldrei verið leikinn í talnalistum svo ég er ekki viss um að ég hafi gert allt rétt.Skólaganga mín hefur verið afar athyglisverð hingað til. Minn fyrsti skóli var nú Waldorfskólinn uppi í Breiðholti, Waldorfskólarnir voru stofnaðir af einhverjum undarlegum þjóðverja sem bar nafnið Rudolf Steiner og var hann heillaður af lífrænum mat sem hefur mikið verið stundaður í Waldorf. Þar næst lá leið mín í Austurbæjarskólann þar sem maður átti nú margar skemmtilegar og þrælgóðar stundir, en nú er ég víst útskrifaður úr honum. Einnig var ég að ljúka við fyrsta veturinn minn í Kvennaskólanum í Reykjavík, og mætti því með réttu kalla mig kvenmann.Ég er fæddur 12. júní sem lendir mér sem tvíbura í heimi stjörnumerkjanna. Ég er dæmigerður tvíburi, bjartsýnn, glaðlyndur og alltaf til í allt á meðan það inniheldur ekki lakkrís og kulda, þó ég hafi nú litla trú á hlutum sem gera sig ekki greinilega fyrir framan eitthvert af skilningarvitum mínum. Ég er til dæmis ekki trúaður og þoli ekki þegar fólk segir guð hjálpi þér þegar ég hnerra, fólk má nú bara alveg láta hnerrann minn í friði og ekki blanda guði eitthvað í þetta. Guð kemur nefinu á mér ekkert við! Það væri meira vit í því að vera sólardýrkandi, ég er nú raunar hálfgerður sólardýrkandi. Einn af mínum mörgu hæfileikum er til dæmis að geta legið í sólbaði svo klukkutímum skiptir en svo er ég algjör kuldaskræfa, er kvefaður meirihluta veturs, ég er meira að segja kvefaður núna á meðan ég er að skrifa. Ó Ísland kalda og grimma land, þú mig skelfir og kvelur þó ég reyni og reyni þá enda ég alltaf á byrjunarreit, hér ég stend hér ég ligg í þessum djúpa pytti um aldur og eilífð.Þrátt fyrir þetta sorglega ljóð er ég afar sáttur við lífið þó það gæti náttúrulega alltaf verið betra þá er heimurinn bara ekki fullkominn. Þá líður nú brátt að enda þessarar margslungnu hálfkláruðu ævisögu minni. Ég vona að þið hafið haft ánægju af þessu riti og eigið eftir að öðlast dýpri skilning á persónunni sem er Bjartur.

My Interests

I'd like to meet:

geimverur

My Blog

Sölvi myndatökumaður

Ja nuna ætla eg aðeins að segja ykkur frá mínum kæra vini Sölva. Eg og Sölvi höfum verið vinir frá því við vorum pínulitlir, vorum í grunnskóla saman upp í 8. bekk. Eins og þið vitið þá prýða mar...
Posted by on Tue, 11 Dec 2007 10:21:00 GMT