Dúkkulísur profile picture

Dúkkulísur

About Me


Hljómsveitin Dúkkulísur á 25 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni er hljómsveitin að gefa út geisladisk – Dúkkulísur 25 – sem inniheldur sambland af gömlum lögum frá sokkabandsárum hljómsveitarinnar, lögum sem eru óútgefin og svo nýju efni sem hefur verið í vinnslu síðastliðið ár. Diskurinn er nú þegar kominn í dreifingu og er til í helstu plötuverslunum landsins.
Hljómsveitin Dúkkulísur var stofnuð á Egilsstöðum þann 10. október 1982 og er án efa elsta starfandi hljómsveit landsins sem eingöngu er skipuð konum. Smávægilegar hrókeringar voru í upphafi á meðlimum sveitarinnar en fljótlega fékk hún þá mynd sem hún var í er sveitin sigraði Músíktilraunir haustið 1983. Jón Ólafsson, athafnamaður og eigandi Skífunnar, kom þá auga á hljómsveitina og gerði við hana plötusamning. Fyrsta platan, Dúkkulísur, kom út árið 1984 og þá voru meðlimir sveitarinnar: Erla R söngur, Erla I bassi, Gréta gítar, Guðbjörg trommur og Hildur hljómborð. Fljótlega eftir útkomu plötunnar hætti Hildur og Harpa tók við hljómborðsleiknum. Þannig skipuð starfaði hljómsveitin næstu árin og gaf út plötuna Í léttum leik árið 1986. Hljómsveitin fór í langa pásu árið eftir og kom ekki saman til að spila opinberlega í 10 ár, en var endurvakin á 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar árið 1997. Þar með var spilabakterían komin aftur og síðan þá hefur sveitin komið saman til að semja og spila af og til.
Árið 2003 tók hljómsveitin upp nýtt lag Konur allsstaðar og fékk Þorvald Bjarna til liðs við sig. Í kjölfarið fylgdi upptaka á þremur öðrum lögum sem eru áður óútgefin nema Halló Sögustelpa sem kom út á Svona er sumarið 2004. Myndbandið sem gert var við það lag var tilnefnt til íslensku tónlistarverðlaunanna og Edduverðlaunanna sem besta myndbandið. Á þeim tímapunkti var Adda María slagverksleikari gengin til liðs við sveitina.
Átta fyrstu lögin á þessum nýja disk Dúkkulísa eru ný lög sem hljómsveitin hefur verið að vinna að á undanförnum mánuðum. Eberg sá um upptökur og hljóðblöndun á þeim, Dúkkulísum til mikillar ánægju. Hin lögin 10 eru eldra efni bæði útgefið og óútgefið. Dúkkulísur gefa sjálfar út diskinn en Rökkur (www.rokkur.net) sá um útlit og hönnun..

My Interests

Music:

Member Since: 01/06/2007
Band Members:
Erla Sigríður - söngur
Gréta Jóna - gítar
Guðbjörg - trommur
Erla Bryndís - bassi
Harpa - hljómborð
Hildur - hljómborð
Adda María - slagverk
Influences: Myndbrot úr tónsmiðju
Record Label: Unsigned

My Blog

The item has been deleted


Posted by on