Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ profile picture

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

kvennahlaup

About Me

Kvennahlaupið er spennandi samkoma á hverju ári, þar sem konur á öllum aldri hittast og skemmta sér saman. Markmiðið er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að hittast og minna hver aðra á mikilvægi hreyfingar og hvað það er gaman að skokka saman.

Konur á öllum aldri taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra sem láta sig ekki vanta.

Markmið Kvennahlaupsins frá upphafi er að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum. Því er engin tímataka í Kvennahlaupinu og lögð er áhersla á að hver kona komi í mark á sínum hraða og með bros á vör.

Tekið á því í Garðabæ -upphitun fyrir Sjóvá Kvennahlaupið 2007.Við rákumst á þennan föngulega karlmann í Borat galla á Sjóvá Kvennahlaupinu í Mosfellsbæ. Hann heitir Ingvar og er að fara að gifta sig.Myndskeið úr myndbandaleiknum okkar, þar sem vistmenn á Seljahlíð undirbúa sig fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Vistmenn á Seljahlíð við undirbúning fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Við fengum fullt af skemmtilegum myndskeiðum fyrir Kvennahlaupið, og ætlum að halda áfram að safna frásögnum og upplifunum tengdum Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ.

Hressar úr Hafnarfirði

Taktu mynd eða taktu upp myndskeið á símann eða litlu stafrænu myndavélina þína og sendu á [email protected].

Gæðin skipta ekki máli, aðalmálið er að gleðja aðra með skemmtilegri og áhugaverðri upplifun sem þú vilt deila með okkur.

Hanna Ólafsdóttir segir okkur frá hvernig hún grennti sig og kom sér í form.Sendu okkur þitt myndband utan af landi, eða utan úr heimi á [email protected]! Gönguhópurinn Áttavilltar úr Þingeyjarsýslu.

Dregið var úr myndbandaleik Sjóvá Kvennahlaupsins í beinni útsendingu á Rás 2 rétt eftir kl. 14, og hlaut gönguhópurinn Áttavilltar úr Þingeyjarsýslu dekurdag fyrir 8 manns í Baðhúsinu.

Við viljum þakka öllum sem tóku þátt, og lögðu fram skemmtileg innlegg í leikinn. Við höldum áfram að safna myndskeiðum og hvetjum þig eindregið til að senda inn myndskeið á [email protected]

Trimmklúbbur Seltjarnarness á æfingu fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í ár -alltaf hress í TKS

My Interests

Hlaup, hreyfing, hittast og skemmta sér.

My Blog

Takk fyrir frábært Kvennahlaup!

Sagt er að mynd segi meira en 1000 orð. Sendið inn myndir og myndskeið á [email protected]. Við birtum nokkur vel valin myndskeið hér á myspace síðunni og birtum allt á youtube.com/kvenn...
Posted by Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ on Sat, 16 Jun 2007 03:44:00 PST

Hressar konur í Seljahlíð senda inn myndskeið

Íbúar Seljahlíðar glöddu okkur mikið þegar þeir sendu okkur myndskeið af sér við æfingar fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Í Seljahlíð er öflugur hópur sem ætlar að taka þátt í Kvennahlaupinu, se...
Posted by Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ on Thu, 07 Jun 2007 03:25:00 PST

Ekki einblína um of á vigtina

Eina sem vigtin segir til um er hver heildarþyngd þín er (fita + vöðvar + annað s.s. bein o.fl.). Það sem skiptir meira máli er hvernig líkaminn er samansettur og þá ekki síst hve stór hlutur fitu e...
Posted by Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ on Tue, 05 Jun 2007 09:14:00 PST

Ganga og hlaup eru holl, ódýr og góð hreyfing

Við höfum tekið saman nokkur atriði til að sýna fram á að ganga og hlaup séu holl, ódýr og góð hreyfing.1.     Mjög gott fyrir budduna. Þú ert ekki að borga háar upphæðir fyrir aðstöðu....
Posted by Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ on Tue, 05 Jun 2007 09:10:00 PST

Aðeins 22 dagar í Kvennahlaup.

Nú eru aðeins 22 dagar í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ, og margar konur orðnar spenntar fyrir þessum skemmtilega viðburði, hlaupinu þar sem kynslóðirnar sameinast og upplifa jákvæð áhrif hreyfingar.Við leggju...
Posted by Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ on Fri, 25 May 2007 07:02:00 PST