Helgi Bjöss profile picture

Helgi Bjöss

I am here for Friends

About Me


Hafi feimni eða hlédrægni verið Helga Björnssyni í blóð borin þegar hann fæddist þann 10. júlí 1958 var það löngu horfið úr því blóði þegar fyrsta lagið sem skráð var á hann sem flytjanda kom út á plötu. Enda Helgi þá þegar orðin vel sjóaður sviðsmaður eftir leiklistarnám, dvöl á fjölum leikhúsa og veru sinni sem söngvari í Grafík á árunum 1983-1986 og frá 1987 með Síðan skein sól sem með tímanum breytti nafni sínu í SSSól.
Reyndar má það furðu sæta að Helgi skyldi ekki syngja inn á plötu sem sólósöngvari fyrr en árið 1991, þegar hann lagði Rabba fyrrum félaga sínum úr Grafík lið þegar Rabbi gaf út fyrstu sólóplötu sína Andartak. Þar söng Helgi lag Rabba; Draumurinn, við eigin texta. Síðan þá hefur Helgi komið fram á þó nokkrum safnplötum eða á verkum kollega sinna.
Það var ekki fyrr en árið 1992 sem fyrsta platan kom út sem skrifuð var á Helga Björnsson en á henni var aðeins eitt lag. Undir Regnboganum, sem reyndar fór ekki hátt í plötubúðum enda dreift í takmörkuðu upplagi, myndband lagsins náði hinsvegar talsverðri hylli og var sýnt nokkuð reglulega í sjónvarpi. Fyrsta alvöru sólóplata Helga kom út í árslok 1997 og nefndist einfaldlega Helgi Björns. Lagið Ég skrifa þér ljóð á kampavínstappa varð smellur sem enn heyrist í viðtækjum landsmanna. Þrátt fyrir að fleiri lög plötunnar væru allt eins góð náðu þau ekki sama flugi.
Ekki er hægt annað en minnast lítillega á þau verk þar sem Helgi hefur geta sameinað leik- og sönglistina. En allt frá því á leiklistarárunum hefur hann reglulega stokkið frá popp og rokksöngvarahlutverki sínu til að stíga á fjalir leikhúsanna enda menntaður í þeirri grein. söngin og leiklistina hefur hann þó náð að sameina örðu hverju t.d. með þáttöku í söngleiknum Rocky Horror árið 1995. Þar fór Helgi með eitt af stærri hlutverkum sýningarinnar en meðal annara sem þar voru með honum á fjölunum í því verki má nefna Björn Jörund Friðbjörnsson, söngvara og bassaleikara í hljómsveitinni Nýdönsk, Selmu Björns, Valgerði Guðnadóttur og Magnús Ólafsson. En allt eru þetta nöfn sem sinnt hafa tónlistinni einnig.
1998 var komið að Helga að taka þátt í enn einum söngleiknum, í þetta sinn var það Meiri Gauragangur en hljómsveitin Nýdönsk sá um tónlist uppfærslunnar Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Símonarson sáu um lögin en handrit og textar voru eftir þann síðarnefnda. Það var meira en nóg að gera á sviðinu hjá Helga þetta ár því hann tók einnig þátt í Carmen Negra sem sýndur var í íslensku óperunni. Í þessari sýningu var heill stjörnufans poppsöngvara, Bubbi Morthens, Egill Ólafsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Garðar Thor Cortes og Valgerður Guðnadóttir og ungur strákur sem var að feta síin fyrstu spor á framabrautinni Jón Jósep Snæbjörnsson sem síðar var að öllu jöfnu kallaður Jónsi í svörtum fötum. En þrátt fyrir allar íslensku stórstjörnurnar vakti þó aðalleikkona sýningarinnar mesta athygli Hin breska Caron Barnes-Berg sem þótti meira en lítið glæsileg í þessari sýningu.
Árið 2000 var Helgi aftur á ferð í í slagtogi með Bergþóri Pálssyni og stóðu þeir saman að stórkostlegri uppákomu á Hótel Borg undir fyrirsögninni Strákarnir á Borginni, þar fluttu þeir félagar kunnar dægurlagaperlur. Þessi skemmtun fékk frábæra dóma gesta jafnt sem gagnrýnenda. Brot af lagadagskrá þeirra kom út á plötu, samnefnda sýningunni fyrir jólin 2000.
Undanfarin ár hefur minna borið á söngvaranum Helga Björnssyni þó hann fáist enn til að taka lag og lag á einni og einni plötu.

My Blog

The item has been deleted


Posted by on